top of page
Tímar í boði

15 mínútur

kr 5.000

Prana heilun

Bowen bandvefslosun

1 klst

kr 13.000

Heilun

1 klst

kr 13.000

Prana heilun er kraftmikil meðferð þar sem kerfið allt er fyllt orku. Unnið er á því sem er mest aðkallandi þá stundina. Prana heilun er líka fyrirbyggjandi sem þýðir að hún vinnur inn í framtíðina.

Bowen meðferð er græðandi meðferð sem felst í röð hreyfinga yfir vöðva, sinar og aðra vefi og losar spennu sem hefur byggst upp, líkamlega og/eða andlega. Í Bowen meðferð er beitt mildum þrýstingi til þess að koma hreyfingu á vöðva og vefi. Við það fer í gang ferli í bandvef líkamans til að laga það sem í ólagi er og koma á eðlislegu jafnvægi. Þegar unnið er með bandvefinn á þennan hátt losnar um spennu og við það verður verkjalosun og endurnýjun á orku. Bandvefurinn heldur öllum líkamanum saman og er gríðarlega sterkt efni sem hefur áhrif á allt í líkamanum, vöðva, bein, sinar, líffæri og taugakerfið. Í bowen meðferð er því unnið með líkamann sem eina heild.

Heilun snýst um að koma einstakling og orkukerfi hans í jafnvægi.  Sólbjört notar þær aðferðir sem henta best hverju sinni fyrir þig.  Enginn tími er eins utan þess að hver tími hefst á því að við ræðum saman og skoðum hver er tilgangurinn með heiluninni.  Þess vegna er gott að velta því fyrir sér af hverju þú ert komin/n.  

Það er langur biðlisti til að komast á bekkinn í heilun. Þér er velkomið á skrá þig á hann. Láttu símanúmer fylgja með. Ég bendi þér á að hægt er að koma í prana heilun strax. Skráðu þig hér í hana.

bottom of page